miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Áður en ég fer á kóræfingu kvöldsins kæru hálsar, ætla ég að elda. Themað er grænt og hvítt. Fyrst set ég græna ólívuolíuna í pottinn og tek þetta græna af púrrunni og sker niður. Steiki svo í púrruna og bæti hvítum basmati hrísgrjónunum við. Set eitt grænt lárviðarlauf. Bæti við vatni og læt suðuna koma upp. Bæti þá við hvítum fiskinum, ýsunni heillin mín, sem ég var búin að skera niður í litla bita og leggja í límónusafann. Slekk undir sjóðandi pottinum. Fer á kóræfingu og borða svo á eftir með bestu lyst. Fiskirisottó nammi namm!

a presto

Giovanna

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Góðu hálsar, var í gær á þessum indælis fundi hjá Vézí beib og var ennþá södd þegar ég vaknaði eftir þessa líka ljúfu gúmmelaðisúkkulaðiköku. Verð að fá uppskriftina. Verð. Það er nefnilega einhver galdur í þessari uppskrift því þegar ég steig á vigtina í morgun, reyndar bæði eftir einkaþjálfun hjá Dóra og sundferð á eftir hafði ég lézzzzt. Já eiginlega svolítið gaman. Þetta er reyndar bara svona eitt kíló, eftir rúmar þrjár vikur en maður er ekki búin að vera að borða neitt minna eða gera eitthvað rosa drastist annað... Da da daraddæ. Skíðahnykillinn raknar upp med det samme og maður tekur lífinu létt

a presto

Giovanna

mánudagur, febrúar 21, 2005

Mamma mia nú fer að styttast í skíðaferðina! Góðu hálsakot, í hvað er ég búin að koma mér? Ég kominn með smá magahnykill. Ekki beint hnút en smá dokku svona...Þetta er einhver skrýtin þerapía sem ég er að koma mér í....en. Sumsé. Fór til Mumma bró í gær og kom heim með risa stóra skíðakennslubók og svakalega flott skíðagleraugu. Það var eiginlega ekki fyrr en að ég var byrjuð að kíkja í bókina að hnykillinn, dokkan eða hnúturinn fór að láta kræla á sér... Það er nefnilega stundum bara þægilegra að vita ekkert hvað maður er að fara útí. Henda sér oní djúpu laugina. En ég herði upp hugann og fer svo í lokatímann á morgun hjá Halldóri einkaþjálfara. Vonandi púrrar sá góði maður mig upp. En talandi um einkaþjálfara er ég hér með fína uppskrift að karríkjúlla.

kjúklingabringur skornar í bita
steiktar með salti og pipar og koriander kryddi
hvítlauksrifum bætt í
karrí líka og mangóchutney
kókosmjólk
Látið dulla á meðan basmati hrísgrjónin eru soðin.

Nammi namm.


a presto

Giovanna