þriðjudagur, mars 28, 2006

Æi hvað ég er þreytt og slöpp og ömurleg í dag.... Ætla samt að reyna að hressa uppá mig...t.d. með því að fara í gufu. Það er alltaf sterkur leikur. Skipuleggja kóræfingarnar. Það er líka gott. Baka brauð. Það hressir nú mest uppá mann. Fá góðan ilm í húsið. Gæti náttúrlega gert kanilsnúða, já væri það ekki best? Búa til lauksúpu líka það nær röddinni upp. Já drífa sig. Hætta í tölvunni. Gera eitthvað. Jólin koma ekki að sjálfu sér.

a presto

Giovanna

sunnudagur, mars 26, 2006

Geggt gaman á árshátíðinni í gær. Eftir feikigóð skemmtiatriði, t.d. la det svinge, með Friggý og Unni og Gítar Lettsveitico og elliheimilisatriði með göngugrindum að hætti Bimbs og ræðu dr. Signýjar þá var upphitun á Kúbusalsa með Tomma og Samma og Ómari og Matta og Öllu. Og ykkur að segja var óskaplega gaman að syngja með þessu þétta bandi. Iiii altsaa alveg til í að gera það aftur.. Og þótt ég væri löngu vaxin uppúr límóngrænu skónum mínum þetta kvöld, lét ég draga mig í partí á Starhagann og ég held að klukkan hafi verið amk. fimm þegar kanslarinn ók mér í Rauðagerðið. Og ekki nóg með það heldur var ég komin í messusöng og á aðalsafnaðfund flljótlega eftir hádegi í dag. Núna er ég að snúa heimilinu við. Búin að flytja nokkrar hillur fram og til baka. Já ég viðurkenni það. Ég er ofvirk í dag, gleymdi að taka ritalínið.

Bara vel

a presto

Giovanna