miðvikudagur, september 03, 2003

Komiði sæl og maður bara sestur við tölvuna svona eldsnemma á miðvikudagsmorgni. Þvílíkt líf. Þessi yndislega talva sem hefur nú gengið í gegnum súrt og sætt á síðustu vikum er gjörsamlega farin að stjórna lífi mínu. Tékka á pósti. Tékka á Bekku, Steinari, Ragnheiði, og öllum sem eru inní tölvunni. Tékka á hvort Bragi Bergþórs er búinn að blogga frá Manilla. Og til hvers er maður að kaupa Moggann og Dvið og Stöð2. Nei, ég segi svona. Það er svo áríðandi að fylgjast með, sérstaklega þegar maður nennir helst ekki að drífa sig út eftir kvöldmat, nema sé kóræfing eða fundur. Já maður er kannski bara svona eftir sig eftir sumarfríið. Þarf aðeins að safna kröftum á kvöldin svo maður geti sest endurnærður fyrir framan tölvuna á morgnana..

góðar stundir
a presto
Giovanna

þriðjudagur, september 02, 2003

Halló elskurnar, guð hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Ég ætlaði bara aldrei að komast inná síðuna mína. En nú er að blogga eða ekki. Drífa sig áfram. ÉG er sumsé komin úr löngu og yyyyyynndislegu fríi. Skrapp síðast í orlofsferð til Rimini....Og ég elska þennan árstíma. Haustið. Allt að byrja aftur. Einsog áramót. Allir ætla að gera eitthvað rosalegt. Nema ég. Ég ætla bara að tjilla fram í október. Byrja rólega. Vera jákvæð. Senda góða strauma. Ekki að forsera eitt né neitt. Er þetta ekki yndileg haustheit. Eitt svolítið erfitt sem ég verð að tjá mig um. Hildigunnur sem er að meikaða í Manilla núna, er á leiðinni til Parísar og við Gummi erum strax farin að sakna hennar. Jafnvel þótt hún hafi sjaldan verið heima á kvöldin og um helgar þá er ótrúlega tómlegt allt þegar hún er farin. Engin að setja sérkennilegar plötur, eða segja manni frá síðasta gjeggjaða partí eða eitthvað. Ég held ég verði að reyna að koma mér í poppgírinn og drífa mig á Kormák og Skjöld og fara að fylgjast sjálf með núna. En ég er sumsé byrjuð aftur að blogga.

a presto

Giovanna