miðvikudagur, september 03, 2003

Komiði sæl og maður bara sestur við tölvuna svona eldsnemma á miðvikudagsmorgni. Þvílíkt líf. Þessi yndislega talva sem hefur nú gengið í gegnum súrt og sætt á síðustu vikum er gjörsamlega farin að stjórna lífi mínu. Tékka á pósti. Tékka á Bekku, Steinari, Ragnheiði, og öllum sem eru inní tölvunni. Tékka á hvort Bragi Bergþórs er búinn að blogga frá Manilla. Og til hvers er maður að kaupa Moggann og Dvið og Stöð2. Nei, ég segi svona. Það er svo áríðandi að fylgjast með, sérstaklega þegar maður nennir helst ekki að drífa sig út eftir kvöldmat, nema sé kóræfing eða fundur. Já maður er kannski bara svona eftir sig eftir sumarfríið. Þarf aðeins að safna kröftum á kvöldin svo maður geti sest endurnærður fyrir framan tölvuna á morgnana..

góðar stundir
a presto
Giovanna

Engin ummæli: