föstudagur, mars 03, 2006

Engan veginn að standa mig í blogginu. Ekki heldur í gönguferðum, sundferðum eða hlaupum. Allt annað gengur sinn vanagang eða þannig. Aðeins meira en venjulega. Einhvern veginn, redda þessu og hinu og klára þetta og hitt. Annars er ég þokkalega kúl miðað við aðstæður og fer í fyrramálið eldsnemma til Verona.

a quasi una settimana

in somma a presto

Giovanna

fimmtudagur, mars 02, 2006

miðvikudagur, mars 01, 2006

Ásta sefur og ég bara að hangsa eitthvað. Mamma hennar í tónfræðiprófi. Ég ætla annars að reyna að skipuleggja hvað ég hef með mér til Ítalíu. Hildur Léttsveitarvinkona ætlar að lána mér skíðafötin sín svo ég kem með outfittið með mér og leigi svo einhver skíði og byrja í barnabrekkunni á sunnudaginn. Svo er ég með alls kyns sérþarfir. Skíða t.d.aldrei á þriðja degi. Eða var það fjórði dagur. Þá fer maður frekar í Ortisei á slóðir Dementz og já athugar matarmenninguna þar. Annars er maturinn hættulega góður þarna á hótel Savoy. Ekki minna en þriggja rétta máltíðir á hverjum degi. Góð gufa og svona. Æi það verður gott að komast í kuldann þarna suðurfrá.

Bakaði dejligt brauð úr of söltum hafragrauti í morgun. Bætti við alls kyns fræjum og kókosmjöli, spelt og venjulegu hveiti olífuolíu og geri og aðeins meira vatni.


a presto

Giovanna

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Jæja ég er gjörsamlega tóm í dag. Ég var með langan laugardag hjá Léttsveitinni í gær og þurfti langt bað og góða gufu til að jafna mig eftir þá törn. En satt best að segja var kórinn farinn að syngja dásamlega vel undir restina. Svo eitthvað mjúkur og fínn... svo fékk ég góða gesti í heimsókn, Signý mætti ásamt flottustu gæjum landsins, Begga og Albert og það var mjúk lending á löngum laugardegi. Gummi var eitthvað slappur í gær og ég mátti vakna um miðja nótt til að skúra gólfið hjá honum og skipta á öllu. Drengurinn komin ælupest.. say no more... . Annars styttist í skíðaferðina og svona.. betra að fara að hlaupa eitthvað þessa vikuna..

a presto

Giovanna