föstudagur, desember 23, 2005

Gleðileg jól góðir hálsar og farsælt nýtt ár...

a presto

Giovanna

fimmtudagur, desember 22, 2005

Hvernig var þetta nú eiginlega í morgun? Já eiginlega svakalega skemmtilegur morgun. Enginn skóli hjá Gumma og ekkert stress. Sofa svolítið lengi og fá sér svo sterkt kaffi og ristað brauð með sítrónusultu og svo er farið að jólast svolítið. Skrapp svo seinni part dagsins í Kringluna með Gumma, Hildigunni og Ástu og það var allt á fullu þar. Við náðum þó að klára jólagjafir og vorum bara snögg að þessu. Við Gummi fórum svo í æðislegt jólaboð hjá Möggu Pálma, og hittum stóru strákana hennar, Hjalta og Maríus. Sungum jólasöngva með þessum líka góðu söngvurum, Maríusi og Páli Óskari og Seth og náttúrlega Möggu og stelpunum.og hlustuðum á Siggu Soffíu spilaði á flygilinn af snilld. Hún er algjör glæsipía, stelpan. Matthildur söng neðri rödd, dúllan. Svo þegar við komum heim urðum við aðeins að drífa jólatréð upp. Þetta er stærsta jólatré sem ég hef nokkurn tíma átt. Fengum áttræðan smið til að aðstoða okkur. Pápi gamli mætti með söng og sagaði ofan og neðan af . Tekur hálfa stofuna samt. Á morun þarf ég að kaupa aðra seríu á tréð. Og aðeins að gera fínt í kringum mig og kannski klára að pakka inn. Það væri nú næs.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, desember 21, 2005

ekkert sérstakt að frétta annað en dagurinn byrjaði vel og endaði ágætlega, og ég voða mikið bara að hitta vinkonur á Jómfrúnni og plana dekurdaga í janúar og beint þaðan hitta Möggu Pálma,sem kynnti mig fyrir Marimekkóbðúinni þar sem við keyptum okkur dágóða hamingju, þótt ekki væri nema uppá finnskan tangó. Síðan kaffi í Iðu. Skroppið til Ástu sem er engill og æðisleg, enda á hún svo dásamlega foreldra sem eru alltaf í beinu sambandi við ömmu djó. Skrapp svo að halda uppá útskrift Kiddu rokk, frænku minnar, sem er núna trésmiður. Til hammara með daginn elsku frænka. Við settumst á Lækjarbrekku og gáfum okkur góðan tíma í að smjatta á dásamlegum réttum... Nú þaðan lá leiðin uppí útvarp. Komst að því að ég var örlítið of sein í jólakveðjurnar, þannig að nú er að hitta á nýárskveðjurnar maður lifandi. Var svo að úða í mig lemmon curdinu hans Sigga Snorra, því að það er það besta lemmon curd sem ég hef á ævinni smakkað.


a presto

Giovanna

þriðjudagur, desember 20, 2005

góðir hálsar, jólasmákökubakstri er þá lokið að sinni. Hann hófst hér a la via Rossa alle 18.30 og lauk nokkrum klukkutímum seinna. bakaðar voru sörur og verður að segjast hreint út að útkoman var gríðarlega góð, sérstaklega ef tillit tekið til útlists, miðað við hvernig sörurnar litu út í fyrra. Núna eru þær já bara nokkuð lögulegar, enda vorum við tvæar og sérlega myndarlegar og nákvæmar húsmæður að verki. Skal fyrsta telja Helgu Haraldsdóttur,Hróðmars konu Sigurbjörnssonar, sem var sett í öll nákvæmari verkin og undirritaða sem braut þá frekar eggin og kveikti á ofninum og stillti hrærivélina, ssem eru jú nákvæmisverk svona útaf fyrir sig. Við sjáum amk ekki framá að við þurfum að setja þessar sörur í neinar sérstakar lýtaaðgerðir. Og eftir þessar glæsilegu sörur sem vour unnar í þremur áföngum, þá skellum við í svokallaðar öræfakökur en nafnið hljóta þær út af lögun sinni, líkjast Drangaskörðum, Helkutindum sumar að vísu svona bara einsog Öskjuhlíðin en þessar kökur gætu gert sig í eftirréttum blandaðar með ávöxtum og rjóma, nú ellegar með ís.

en nú er maður komin á hálan og betra að kveðja.

a presto

Giovanna