fimmtudagur, desember 22, 2005

Hvernig var þetta nú eiginlega í morgun? Já eiginlega svakalega skemmtilegur morgun. Enginn skóli hjá Gumma og ekkert stress. Sofa svolítið lengi og fá sér svo sterkt kaffi og ristað brauð með sítrónusultu og svo er farið að jólast svolítið. Skrapp svo seinni part dagsins í Kringluna með Gumma, Hildigunni og Ástu og það var allt á fullu þar. Við náðum þó að klára jólagjafir og vorum bara snögg að þessu. Við Gummi fórum svo í æðislegt jólaboð hjá Möggu Pálma, og hittum stóru strákana hennar, Hjalta og Maríus. Sungum jólasöngva með þessum líka góðu söngvurum, Maríusi og Páli Óskari og Seth og náttúrlega Möggu og stelpunum.og hlustuðum á Siggu Soffíu spilaði á flygilinn af snilld. Hún er algjör glæsipía, stelpan. Matthildur söng neðri rödd, dúllan. Svo þegar við komum heim urðum við aðeins að drífa jólatréð upp. Þetta er stærsta jólatré sem ég hef nokkurn tíma átt. Fengum áttræðan smið til að aðstoða okkur. Pápi gamli mætti með söng og sagaði ofan og neðan af . Tekur hálfa stofuna samt. Á morun þarf ég að kaupa aðra seríu á tréð. Og aðeins að gera fínt í kringum mig og kannski klára að pakka inn. Það væri nú næs.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: