þriðjudagur, desember 20, 2005

góðir hálsar, jólasmákökubakstri er þá lokið að sinni. Hann hófst hér a la via Rossa alle 18.30 og lauk nokkrum klukkutímum seinna. bakaðar voru sörur og verður að segjast hreint út að útkoman var gríðarlega góð, sérstaklega ef tillit tekið til útlists, miðað við hvernig sörurnar litu út í fyrra. Núna eru þær já bara nokkuð lögulegar, enda vorum við tvæar og sérlega myndarlegar og nákvæmar húsmæður að verki. Skal fyrsta telja Helgu Haraldsdóttur,Hróðmars konu Sigurbjörnssonar, sem var sett í öll nákvæmari verkin og undirritaða sem braut þá frekar eggin og kveikti á ofninum og stillti hrærivélina, ssem eru jú nákvæmisverk svona útaf fyrir sig. Við sjáum amk ekki framá að við þurfum að setja þessar sörur í neinar sérstakar lýtaaðgerðir. Og eftir þessar glæsilegu sörur sem vour unnar í þremur áföngum, þá skellum við í svokallaðar öræfakökur en nafnið hljóta þær út af lögun sinni, líkjast Drangaskörðum, Helkutindum sumar að vísu svona bara einsog Öskjuhlíðin en þessar kökur gætu gert sig í eftirréttum blandaðar með ávöxtum og rjóma, nú ellegar með ís.

en nú er maður komin á hálan og betra að kveðja.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: