miðvikudagur, desember 21, 2005

ekkert sérstakt að frétta annað en dagurinn byrjaði vel og endaði ágætlega, og ég voða mikið bara að hitta vinkonur á Jómfrúnni og plana dekurdaga í janúar og beint þaðan hitta Möggu Pálma,sem kynnti mig fyrir Marimekkóbðúinni þar sem við keyptum okkur dágóða hamingju, þótt ekki væri nema uppá finnskan tangó. Síðan kaffi í Iðu. Skroppið til Ástu sem er engill og æðisleg, enda á hún svo dásamlega foreldra sem eru alltaf í beinu sambandi við ömmu djó. Skrapp svo að halda uppá útskrift Kiddu rokk, frænku minnar, sem er núna trésmiður. Til hammara með daginn elsku frænka. Við settumst á Lækjarbrekku og gáfum okkur góðan tíma í að smjatta á dásamlegum réttum... Nú þaðan lá leiðin uppí útvarp. Komst að því að ég var örlítið of sein í jólakveðjurnar, þannig að nú er að hitta á nýárskveðjurnar maður lifandi. Var svo að úða í mig lemmon curdinu hans Sigga Snorra, því að það er það besta lemmon curd sem ég hef á ævinni smakkað.


a presto

Giovanna

Engin ummæli: