fimmtudagur, október 13, 2005

Halló hálsar góðir, neðri sem efri...

Ég var klukkuð í bloggleik... Beðin um fimm staðreyndir um mig sjálfa..Jeddúddamía!

1.Ég á ættir að rekja til Neðri-Háls í Kjósinn...

2.Á Gumma 10 ára sem á sig sjálfur og æfir sig í þessum orðum skrifuðum grimmt á saxann sinn.

3. Á líka sæta stelpu sem heitir Hildigunnur rósamunnur 22 ára. Hún er frábær söngkona og einsog allir góðir söngvarar góður kokkur og eldaði áðan fyrir mig og Gumma og Skúla og Ástu þessa líka frábæru ungversku gúllassúpu.. Nammi namm.

4. Á líka hann Skúla eða amk smá í honum. Hann er Tengdasonur Íslands..

5. Á líka Ástu sem er best best og sætust og brosti og hló til mín í dag...

6. Er ég búin? og ekki byrjuð að tala um alla kórana og börnin og blómin og matinn.

klukka Vésí, Sillu,Ingibjörgu Gunnlaugs og Grettis og Sigrúnu...

a presto

Giovanna
Góðir hálsar góðan dag!

Og bara allt að koma, lífið heldur áfram og maður tekur haustið í sátt. Öll vinnan einhvern veginn skemmtilegri en oft áður. Kannski er maður bara afslappaðri en áður. Eða eldri og reyndari. Amk. Reyndari. Mér finnst alltaf ég vera að yngjast.. Sumir myndu kalla þetta að vera ekki í sambandi við sjálfa sig... Bullið í manni, En. veit amk að hlutirnir hafa tendens til að bjargast.

Fór svo á æfingu í gær á Halldóri í Hollywood. Vonandi ber stjórnendum gæfa til að stytta leikinn aðeins, svo hann verði hnitmiðaðri... Frumsýning náttúrlega ekki fyrr en á morgun.

Æfingabúðir hjá hinni frægu Léttsveit um helgina. Get eiginlega ekki beðið eftir þeirri helgi, jafnvel þótt ég púli frá föstudegi til laugardagskvelds. Mikil gæfa að vera hætt að taka sunnudagsæfingarnar... Bara að vakna þann dag og koma sér í bæinn. Förum þetta árið austur að Skógum. Jeg lever et farligt og spændende liv! Ikke?

a presto tutti frutti

Giovanna

miðvikudagur, október 12, 2005

Góðir hálsar, góðan dag.

Og bara vel. Lifnaði heldur betur við eftir frumsýningu á myndinni Kórinn í gær. Ég óska Silju Hauksdóttur til hamingju með afkvæmið. Ótrúlega sætt og bara nokkuð eðlilegt allt saman. Ji...minn. Og ekki nóg með það. La via Rossa blessuð í bak og fyrir. Búið að skíra Ástu bestu og hægt að skoða myndir á blogginu hennar.

A PRESTO TUTTI FRUTTI

GIOVANNA