laugardagur, nóvember 05, 2005

Lúxus að þurfa ekki að vakna fyrr en níu góðir hálsar . Munar svona svakalega um þennan eina og hálfa tíma. Hann Gummi er náttúlega í vetrarfríi þessa viku. Nema hvað, þegar ég vakna á morgnana eru fastir liðir að tékka aðeins á röddinni. Er hún þarna ennþá? Og viti menn, þarna var hún blessunin í gær ósköp hás og þreytuleg amk. í fyrsta tékki, svo ég fékk mér góðan slurk af sterku og góðu kaffi áður en ég hélt út í söngtíma til hans Jóns Þorsteinssonar, en þaðan kom ég gjörsamlega ný manneskja allt hæsi á bak og burt og Exurientes hans Bachs á heilanum. Ég dreif mig heim í kotið og ætlaði eiginlega að vera ótrúlega dugleg að gera voða mikið. Þrífa og bóna og pússa, en komst svo að þeirri frábæru niðurstöðu að ruslið hleypur ekki frá manni og sá að ef ég myndi ekki nota þennan dag til þess að hvíla mig og tjilla svolítíð með Gumma þá væri ég komin í stresskast dauðans. Settist svo við þennan líka yndislega flygill hennar Steinku og gleymdi mér til tvö. En þá var líka komið að því að fara með Gumma og kaupa föndurdót og fara með hannn í spilatíma og svona og til að gera langa sögu stutta þá endaði þessi dagur á heimalöguðum karamellum og idolglápi og arineldi. Nei ég sagði ekki rauðvínsglasi og kertaljósi. Vaknaði svo aftur bara klukkan níu og tiltölulega tilbúin til að hitta strákana, drengjakórinn minn blessaðan. Sungum svo nokkur skemmtileg lög og ákváðum að skella okkur í ferðalag í vor. Er það ekki tilvalið að hafa smá gulrót, svo amk. strákarnir mæti aðeins betur..

a presto

Giovanna

Engin ummæli: