fimmtudagur, júlí 15, 2004

Góðir hálsar,hálsakot og Albert minn, jæja, nú er ég á leiðinni norður. Ætla að heimsækja Margréti formann og nú skal lagt á ráðin. Ellegar legið í leti. Fer að sjálfsögðu eftir veðri og vindum. Er reyndar pínu eftir mig eftir gærið en það er allt að koma. Mæli með þessum eftirrétti.

Epli að hætti Isabellu og Tómasar
epli
saffran
sykur
vatn

Vatn sett í pott og sirka tsk saffran og slatti af sykri. Þetta soðið saman og epli afhýdd og skorin og bætt í. Soðið í sirka 5-10 mínútur og kælt. Borið fram td. með þeyttum rjóma.Algjört gúmmelaðe.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: