miðvikudagur, júlí 14, 2004

Jæja hálsarnir mínir og Albert!, nei nei þetta er bara bloggleti. Ekkert annað í gangi. Fór í stafagöngu í gær uppí Elliðárdalinn og er með nettar sperrur í dag. Svona þarf maður lítið. Er núna að undirbúa smámatarboð og klára að þvo þvottinn,það var mega helgi í Galtarlæk um helgina. Léttsveitin mætti og var á annað hundrað manns.... Og á morgun skrepp ég norður í Ásbyrgi og verð framyfir helgi. Sumsé nóg að gera á stóru heimili. Mæli með þessari uppskrift.

Kjúklingabringur með sveskjum

Kjúllabringurnar settar í rauðvín.
Slatti af ediki sett yfir
smá slatti púðursykur
sage
hvítlaukur
sveskjur, epli og apríkósur
ólífur

bakað í ofni í góðan hálftíma.
nammi namm.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: