þriðjudagur, nóvember 21, 2006

já, já ég er hér. Bara að gleyma blogginu. Jólatörnin er byrjuð. Ég er með smá partí fyrir kammerkórinn í dag. Bara svona piparkökur og kakó partí og syngja jólalögin. Stelpurnar mínar eru svo skemmtilegar. Annars er eitthvað nýtt að gerast. Er farin að æfa mig einsog í gamla daga. Setjast við hljóðfærið og hefja upp raustina á morgnana. Gamli góði aginn. Þegar ég byrjaði í þessu stjórnendanámi hjá Tuma, þá var var boðið uppá nokkra söngtíma hjá Jóni vini mínum Þorsteinssyni tenórsöngvara ættuðum frá Ólafsfirði. Og það er alveg ótrúlega gaman að finna klassísku röddina aftur. Æi þið skijið þetta kannski ekki en þetta er bara svo stór hluti af manni og svo gaman að finna þessa gömlu vinkonu aftur.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: