sunnudagur, maí 11, 2003

Og þessi splunkunýi dagur hófst með því að ég tók hringinn á mettíma. Yndislegt veður. Dásamlegt. Næstum því einsog í Frans. Og allir búnir að kjósa og hvað svo? Stjórnin rétt heldur velli, Ingibjörg úti og Steingrímur frændi og Kolla misstu einn. Smá spenna framundan. Við vorum kampakát svona eitthvað frameftir í partíinu en gáfumst upp þegar klukkan nálgaðist þrjú. Þá var Atli næstum búinn að fella Ingibjörgu. Kannski verður allt eins. Allir hræddir við breytingar. Ég líka. T.d. alveg dauðhrædd við að flytja héðan. Dauðhrædd við að segja upp vinnunni. Prófa eitthvað nýtt. Óþolandi hræðsla alveg. Er eitthvað til við henni. Ég er að fara í messu í dag með blessuð litlu börnin. Lokamessa vorsins. Krakkarnir að spila og syngja sitt síðasta. Sumarfríið er að koma... er að koma... alveg að koma. koma.

Engin ummæli: