föstudagur, maí 16, 2003

Lífið svo skrítið í dag. Hvað er það sem skiptir í raun og veru máli? Komst einu sinni enn að þeirri niðurstöðu að less er more og aðalatriðið er að maður sé vinur vina sinna, njóti andartaksins.Enn einu sinni komst ég að því hvað það er mikið af góðu fólki í kringum mig sem styrkir mann og styður. Sama hvað! Er þetta ekki dásamlegt. Hitti mínar elskulegu 4Klass og við rákum upp nokkur bofs og hlógum svolítið saman...Amma Hildigunnar var líka hjá okkur og hún er ein af þessum yndislegu konum sem maður kynnist. Sæta frænka Hildigunnar kom líka og var skemmtileg að vanda og talaði með norðlenskum hreim. Léttsveitarkonurnar mínar launuðu mér ríkulega í gær. Obb obb obb, bíddu við, hvaða della var þetta með að konur væru konum verstar. Því hef ég ekki kynnst. Samt hefur maður jú stundum þurft að kljást við skrýtnar konur. Og sei sei. Guðmundur Þórir er orðinn svo mikill gæi núna að maður er hættur að sjá hann. Alltaf að hitta einhverja vini, eða úti í boltaleikjum, á Haðarstíg eða bara eitthvað. Kemur samt alltaf inn til að borða. Matarástin er amk. ennþá eftir. Guðisélof fyrir það.

Engin ummæli: