þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja góðu hálsar í dag er mér ekki til setunnar boðið. Allt á milljón. Jólin jólin jólin koma brátt. Það eru jólalögin sem boða frið á jörðu sem eru á fullu núna hjá okkur léttsveitardömum og breiðabliksdömum og bústaðadömum og herrunum í drengjakórnum. Jólin alls staðar. Beibe beibe. Anda djúpt og rólega. Hlutirnir hafa tendens til að bjargast. Hvað segiði? Er ég komin í jólastress? Ekki langt í það. Það er þessi tími núna. Ég fór guði sé lof í góðan göngutúr í morgun bara svona til að hugleiða. Eða eiginlega ekki hugleiða. Hugsa um ekkert. Samt hugsar maður alltaf um eitthvað. Til dæmis hvað það er gaman að búa í hjarta borgarinnar. Hvernig það verður eiginlega að flytja úr hjartanu. Verður hjartað eftir eða tekur maður það með sér? Samt minntist ég þess í morgun amk. að mér hefur liðið vel alls staðar sem ég hef búið, nema kannski þarna í slömminu í Svíþjóð um árið. (En það var nú í afar skamman tíma.) Svo kannski tekur maður hjartað með sér. Það er að minnsta kosti mjög spennandi að sjá hvar hjartað verður eftir áramótin. En nú er að raða niður jólalögum á konsertana sem framundan eru. Dio mio. Che belle cose!

A presto tutti frutti
Giovanna Rossa

Engin ummæli: