föstudagur, nóvember 21, 2003

Halló halló góðu hálsar og hálsakot ég er eitthvað svo óskaplega syfjuð í dag. Kannski af því ég vaknaði snemma í morgun og fór seint að sofa í gær.. Ha ha... Gaman að lifa og föstudagur og fasteignasalinn hringdi og kallaði mig elskuna sína hvað eftir annað og sagðist ætla að koma með áhugasaman skoðandi í dag. Já. Svo er nú það. En hvað það verður veit nú engin. En annars er það dálítið sem ég verð að játa. Ég er búin að trassa alveg óskaplega leikfimina í vetur. Ég byrjaði samt ágætlega. Amk. byrjaði ég. En svo fór ég að leita að húsi og kaupa og standi í alls kyns veseni. Redda láni og tala við einhverja matsmenn sem þurftu að endurmeta íbúðina og einhvern veginn lenti þetta allt á leikfimi tímanum og ég hætti smám saman og Lella var á Ítalíu svo það var einhver ótrúlega öðruvísi kennari og ég einhvern veginn datt út úr rútínunni og hvað gerist þá? Bakið verður ómögulegt og maður þyngist andlega og missir stjórn á matarlystinni og einhvern veginn allt úr skorðum. Er þetta ekki ótrúlegt. Ótrúlegt hvað maður þarf að hafa fyrir svona skemmtilegum hlut einsog að hreyfa sig. Sisisisi... en ég er að skrifa þessar játningar í von um að ég breyti nú um lífstíl. Það er voða vinsælt á Íslandi. Gera átak, breyta um lífstíl. Jezzzz. Nú verð ég að fara amk. 3 hringi í kringum Tjörnina á viku. Er það ekki það minnsta sem hægt er að gera. Taka sig á. Láta sig hafa það. Og það skrýtna er að manni líður betur eftir á. Einmitt þess vegna ætti þetta að vera auðvelt. Ókei ókei ókei. Ég skal hætta að skrifa. Nú dríf ég mig í gönguskóna út að ganga.

A presto

Giovanna Rossa

Engin ummæli: