miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Já hálsakotin mín, ég fór svo aldrei að ganga þarna í síðustu viku, ég fór bara og lagði mig. En það var nú þá. Nú er maður bara ansi brattur. Ekkert stress. Ég meina maður hefur nú lent í öðru eins. Aðventan að byrja á sunnudaginn. Aðalkvöldið í Bústaðakirkju.Krakkarnir alveg að vera búin að læra textana sína. Tónleikar hjá Léttsveitinni á fimmtudaginn með Önnu Pálínu sem mætti í gær á æfingu og var yndislega æðisleg. Smá söngur um helgina með 4Klass og gömlu Strautreið Hemúlanna. Sem var mjög frábær hljómsveit á árum áður. Hélt amk. eina tónleika í Félagstofnun Stúdenta. Þetta var upphaf Júpiters. Jaðarhljómsveit. Allt til að minnast Þorgeirs Kjartanssonar saxafónleikara sem er einn af þeim fjölmörgu vinum sem lést fyrir aldur fram. Je beibe beibe. Svona er nú lífið skrýtið. Maður fær sér bara nokkra bolla af góðu kaffi. Þá hefst þetta allt saman.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: