mánudagur, apríl 28, 2003

Vandræði mín hafa heldur aukist eftir að ég byrjaði að blogga. Beibí beibí. Nú verð ég líka að láta líta út einsog ég eitthvað spennandi gerist hjá mér á hverjum degi. En afþví ég er bara búin að segja Hildigunni, Helgu og Kiddu fræ og Elísabetu frá þessu þá er nú enginn að lesa það sem maður skrifar. Elísabet spurði fyrir hvern ertu að þessu. Og ég varð svolítið hvumsa...fyrir hvern. Nú mig auðvitað. Ég er bara að æfa mig að hugsa upphátt. Og guð veit að ég ætla nú ekki að fara að segja frá einhverju alvörumáli. Eða einsog það sé ekki alvöru mál að vera í miðaldra krísunni... Einn fylgifiskur þess er t.d að ég er algjörlega að vera blind. Ég skrifa núna t.d. blindandi á þessa síðu. Svo sé ekki rykið heima hjá mér (guðisélof). En að fá mér tvískipt gleraugu kemur ekki til greina. Frekar ætla ég ekki að sjá nóturnar, bara að impróvisera, hætta að þurrka af, missa af öllum sætu gæunum. En ekki tvískipt gleraugu. Reyndar lærði ég trikk hjá Elsu vinkonu minni um daginn. Ein linsa -2.25 önnur 0.75. Maður verður að vísu svolítið ringlaður fyrstu dagana á eftir en maður les með hægra auganu og horfir á strákana með því vinstra. Einfalt og gott ráð hjá Elsu. Ég kíli á þetta á morgun... og by the way. Ég náði bara hálfu hlaupi í morgun því ég hitti Möggu Palma og hún bauð mér far heim og hver neitar því þótt hann sé í átaki dauðans...Enda náðum við bæði kaffi og amk fimm splunkunýjum kjaftasögum á eftir...

Engin ummæli: