fimmtudagur, maí 01, 2003

Ég er frjáls. Það er komið nýtt tímabil. Ég þarf ekki lengur að vekja dóttur mína áður en hún fer í skólann á morgnana. Síðasti menntaskóladagurinn rann upp í gær. Þvílíkur dýrðardagur. Við héldum uppá þetta mæðgurnar og fórum í verslunarleiðangur í Kringlunni. Gerðum okkur glaðan dag. Guðmundur var skilinn eftir í Japis við einhvern tölvuleik á meðan við æddum á milli búða og skoðuðum nýjustu tískuvörurnar. Og þvílíkir litir. Rauðir og bleikir og grænir og grænbláir og appelsínuguli uppáhaldsliturinn minn.
Endaði með að kaupa bleika skó á dóttur mína. Minnti mig á bleika tímabilið þegar hún var fimm ára. Svona endurtekur sagan sig.

Og svo er það gangan góða í dag. Ég verð femínisti í dag. Athuga hvernig það fer við mig.

Engin ummæli: