mánudagur, maí 26, 2003

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta verandi Anna Karenina. Ég gerði nú svolítið í því að vera rómantísk í prófinu. Nema hvað. Er líf eftir stúdentsveislu spyr ég? Nú er komið að eldhústilraunum hússins. Ég ætla að búa til mat úr því sem til er í eldhússkápunum fram til 17. júní. Og viti menn! Það er ansi mikið til! ég byrja á veislu í dag, því maður verður að trappa sig niður. Von Trapp skiljiði. Trap by trap. Og hver fær fyrstu veisluna sem ber uppá mánudag. Jú, vitaskuld Gotta mín gamla góða vinkona. Hún og hennar famelí kemur í kjúllann sem ég varð að taka úr frystinum til að koma öllu brauðinu fyrir skiljiði. Ég bakaði ALLT of mikið af brauði. Jú sjáiði til brauðið mitt er virkilega gott og ég hugsaði sem svo ef allt verður búið ég ég að minnsta kosti gefið liðinu brauð. Einsog fólkið væri bara einhverjar endur á tjörn. En viti menn og konur, það var svo mikið bakað og baxað að það er ennþá nóg til frammi og hvað haldiði. Ég gleymdi að bera fram króatíska salatið og sörurnar og nú legg ég ekki meira á ykkur.
Mitt daglega brauð
ger og hálfur lítri vatn (kalt vatn l mín í örbylgju)
Set þetta í hnoðvélina og bæti svo við
slatta af haframjöli
salti
ólívuolíu
og að lokum hveiti.

hefast upp og geta orðið þrjár flautur.

Á morgun lofa ég kjúllauppskriftinni, því hvernig á maður að vita fyrirfram hvernig hann verður? Að gefnu tilefni vil ég að lokum bæta því við að ég gekk og hljóp hringinn í morgun. Og fór eitt rennsli á blogginu og sá þar skemmtilegar síður hjá Nönnu Rögnvalds og Ragnheiði frænku Hildigunnar og mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvað hún skrifaði um mig. Má ég svo benda á að Bekka er farin að blogga.
A presto

Giovanna

Engin ummæli: