sunnudagur, maí 25, 2003

Jæja, góðir hálsar! Maður er ennþá í léttri vímu eftir fjör gærdagsins. Því miður fóru síðustu gestirnir uppúr fjögur í nótt og þá þurfti að binda enda á þennan dásamlega gleðskap. 75 skrifuðu sig í gestabókina en ég vona að við höfum náð fleiri inn. Húsið þeirra gömlu á Háaleitisbrautinni er allveg fullkomið partíhús. Ég var búin að gleyma því. Dásamlegt að geta gengið útí garðinn og garðhúsið, Vala Matt myndi segja að það væri mjög gott flæði á þessu svæði. Við sungum útí eitt og það var eitthvað svo gaman að rifja það upp að það voru næstum 25 ár síðan undirrituð var í þessum sporum og 35 síðan minn gamli bror hélt veisluna góðu. Já Hildigunnur var flottust og átti daginn. Hélt frábæra ræðu sem mér fyndist hún ætti að birta á sinni bloggsíðu. Svo vorum við Þorgerður innilega sammála að hún hefði verið svo kvenleg og fögur. Það var gaman að syngja með Þorgerði og nýjum og gömlum kórfélögum. ótrúlegt hvað fólk man endalaust þessi lög og texta. Vel kennt af Þorgerði. Þegar ég hugsa til baka stendur kórstarfið uppúr, enda var ég líkt og Hildigunnur frekar hrifnari af hinum svokölluðu hliðargreinum skólans. Kórinn var númer eitt og þýska og stærðfræði í síðasta sæti.
ég hef aldrei verið spurð hvað ég fékk í einkunn á stúdentsprófi síðar í náminu. Hann kyssti'ana kossinn einn var eurovisonlag gærkvöldsins. Kidda rokkaði með gítarinn og síðan voru ýmis skemmtileg atriði frameftir nóttu. Með betri partíum.Maður lifir á þessu frameftir þessari öld.
a presto
Giovanna

Engin ummæli: