föstudagur, desember 12, 2003

Jæja hálsar og hálsakotin góðu! og jólasveinninn kom bara í nótt. Við vorum ekkert endilega að búast við honum en hann mætti með vasaljós handa Gumma. Hann hefði nú mátt vera búinn að setja batterí í ljósið en auðvitað mikið að gera hjá honum einsog öðrum. Ég fékk nokkrar Kammerkórsdömur til að baka með mér í gær og það gekk glimrandi. Þær eru svo skemmtilegar þessar stelpur. Annars lítið að frétta þannig helst það að ég er í verslunarmínus núna. Nenni ekki í búðir, finnst ég ekki þurfa neitt og allir eiga allt. Og ég stræka algjörlega á Ikea. Þetta er sennilega vægt jólaþunglyndi. Má ég heldur biðja um bakstur í eldhúsinu. Ætli maður baki ekki bara jólabrauð handa liðinu. Svo get ég þá reddað svuntum á restina.

bless í bili

a presto

Giovanna

Engin ummæli: