miðvikudagur, desember 10, 2003

Halló allir góðir hálsar, ótrúlegt að það skuli vera kominn 10. des. Mamma mia. Og aðventutónleikum Léttsveitarinnar lokið með troðfullu húsi. Jezz. Við komumst að lokum á vængjum söngsins til Ítalíu. Gaman gaman. Nú verður maður að fara að baka held ég. Beta bað mig um uppskrift af franskri sveitakæfu. Og hér kemur hún eftir minni. Ég get aldrei alveg farið eftir uppskrift. Þannig held ég að maður finni nefnilega sitt eigin skrýtna bragð. Þvílík della en svona er ég samt. Kæfan er hér.

Kæfa ættuð frá Frans,

Lifur. Þetta var dilkalifur sem ég átti í frysti örugglega ein 800 gr.
Þá var ég með beikon bréf. og ca 400 gr af nautahakki.
tveir laukar og 3 hvítlauksrif
svo setti ég villijurtir einhverjar svona matskeið örugglega og missti konjak oní, sennilega dl.
2 egg og dl af hveiti
og salt

Ég hakkaði helminginn af lifrini og skar restina í smáa bita. Hrærði saman í skál svo þetta blandaðist vel. Hugsaði fallega til þeirra sem myndu borða þetta. Lét þetta liggja í ísskáp í klst. Þá bætti ég hveiti og eggjum samanvið og bakaði í klukkutíma. Hefð kannski mátt taka hana aðeins fyrr út. En svona var hún. Bar fram með brauði og salati og það var gaman að borða þetta ekki sakaði rauðvínið með.

Nammi namm. Svo er líka heimilisleg kæfulykt hjá manni á meðan.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: