þriðjudagur, september 23, 2003

Góðir hálsar og hálsakot það fer að snjóa sagði einhver í morgun. Skrapp í morgungöngu til að hressa sál og líkama. Var alveg að niðurlotum komin eftir þá göngu. 'O að ég væri orðin ný.. nei ég segi svona. Smám saman fyllist maður nýrri orku, er það ekki ... hún lætur eitthvað standa á sér þessa dagana. Fréttir af Parísardömum eru góðar. Þær eru smám saman að læra á skápinn nýja. Gasið er svolítið flókið finnst þeim, en íbúðin (þe. skápurinn) alveg draumur. Rosalega fallegur gluggi. O hvað maður vildi vera komin til þeirra þótt ekki væri nema í morgunkaffi. Hildigunnur bað mig um uppskriftina mína af Húmus. Það gladdi móðurhjartað. Hér kemur hún

Húmus a la Goggi Hadjenikos
Pakki af linsubaunum lagður í bleyti ef tími er til annars bara soðinn svolítið lengur þe, góðan klukkutíma
tahini. Amk. 4 matskeiðar vel fullar
hvítlauksrifin ef þau eru vel stór þá kannski 8
ólífuolía 4 msk.
sítrónusafi úr einni vænni
salt

a presto
Giovanna
skárri

Engin ummæli: