föstudagur, september 26, 2003

Góðir hálsar og hálsakot það var gargandi snilld á sinfó í gærkveldi. Hreint dásamlegt að hlusta á Víking spila píanókonsertana þeirra Jóns Nordal og Prokofíev. Gæsahúðin hríslaðist eftir bakinu. Og þessi fyndni stjórnandi Otari Elts átti frábæra takta. Og svo var bara svo gaman að hlusta á spilamennskuna í hljómsveitinni. Algjört æði. Nema hvað við Svanhildur kvöddum Jónu Dóru á Vínbarnum á eftir og sátum drykklanga stund þar. Morgundagurinn fór svo í að hringja í stelpurnar í parís og redda gasmálunum þeirra. Vonandi verður þetta komið í lag um helgina. En mér líst ekkert á bera gæjann þarna í íbúðinni á móti. Ég er að hugsa um að fara til Parísar og líta nánar á þetta.

Fer á kirkjutónlistarráðstefnu í dag
Legg ekki meira á ykkur

a presto
Giovanna

Engin ummæli: