miðvikudagur, maí 07, 2003

Það les náttúrlega engin síðu ef maður stendur sig ekki og skrifar reglulega. Málið er að ég fór til Vestmannaeyja um helgina með Léttsveitina og er hreinlega búin að vera með sjóriðu síðan. Enn einn fylgifiskur þess að vera komin á þennan aldur er að það tekur lengri tíma að jafna sig eftir góð gigg en áður. Og það er fyrst núna á miðvikudegi sem ég get sest og skrifað örlítið. Vestamannaeyjar voru dásamlegar og Eyjaskeggjar yndislegir. Léttsveitin tróð upp í fyrsta sinn á þessum stað og fyllti Höllina stóru.Og þegar svoleiðis gerist þá er hreinlega ekki hægt annað en skemmta sér vel. En núna fer maður að reyna að koma sér á jörðina aftur og taka upp hið venjubundna líf aftur. Ég stefni að því að hlaupa fyrir miðnætti. Sérstaklega ef haglélinu linnir.

Engin ummæli: