fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Jæja góðu hálsar og hálsakot, ég er alls ekki að standa mig í þessu bloggi. Alls ekki. Hitti Hildigunni Rúnars í afmælinu hennar Þorgerðar í gær. Hún sagðist lesa bloggið mitt, svo ég verð að fara að skrifa reglulega. Það eru sumsé einhverjir útí bæ að lesa bloggið. Mamma mia! Við hverju átti maður annars að búast. En altsaa afmælið hennar Þorgerðar var snilldin tær, gargandi snilld út í gegn. Haldið í tónlistarhúsinu Ými. Þegar við komum að húsinu var gagnstéttin rósum prýdd og löng biðröð til að heilsa uppá Þorgerði. Þarna hitti maður gamla kórfélaga og félaga Hildigunnar minnar og svo ótrúlega marga sem maður þekkir. Foreldra Siggu vinkonu Hildigunnar og fleiri og fleiri. Sungið útí eitt, gömul og ný lög. Og rosalegt kikk að fá að syngja með þessum ungu röddum og fíla sig einsog eina af þeim... Ég er dáist að því hvað sjá hversu lengi hún Þorgerður er búin að vera í djobbinu sínu og alltaf í toppstandi. Hvernig er þetta hægt? Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá mínar elskulegu Söndru, Áslaugu og Dagnýju vera orðnar kórstelpurnar hennar Þorgerðar. Allt í einu fannst mér mitt litla Bústaðabarnakórastarf hafa fengið nýja framhaldsvídd. Hápunktur kvöldsins var að syngja Vér lyftum hug í hæðir, textann hans Böðvars Guðmundssonar. Kveiktum á kertum og grétum svolítið. O.. gaman í kór á Íslandi.

a prestissimoGiovanna

Engin ummæli: