föstudagur, nóvember 07, 2003

Góðan daginn góðu hálsar og hvar eru hálsakotin?
Nú ætti maður bara að liggja undir sæng og lesa góða bók. Þvílíkt veður. Ég þurfi að sækja Gumma heim til mömmu og pabba í morgun því drengurinn fékk að gista hjá þeim. Ég vaknaði óvenjusnemma og náði meirað segja að setja í mig linsurnar áður en ég steig í kaggann minn og ók af stað. Og það sem gerist í myrkrirnu og óveðrinu. Mamma mia! Var ég ekki næstum búin að keyra niður miðaldra mann. Hugsið ykkur fyrirsögnina. Miðaldra söngkona keyrir niður miðaldra mann í morgunsárið. Hann barði í bílinn og ég hrökk í kút og tók þá loksins eftir honum. Af hverju ganga miðaldra menn í svörtum fötum og með svarta húfu og vettlinga og verða svo reiðir þegar maður tekur ekki eftir þeim. Nei ég segi svona. Ég er bara ennþá í sjokki. En ég slapp fyrir hornið í þetta sinn. Og nú tekur við enn einn hraðdagurinn. Allt á að gerast. Klára að æfa börnin í kórnum fyrir messurnar þrjár á sunnudaginn. Segi og skrifa þrjár. Gleymdi að ná í græjurnar fyrir morgundaginn en reyni að muna það á eftir. Tala við fasteignasalann og athuga hvort ekki sé eitthvað að gerast. Ég sem er með flottustu íbúðina í Þingholtunum er ekki búin að selja. Fólk veit ekki hverju það er að missa af. Og svona. Svo þarf ég bara að læra einn texta. Bara einn. Annars ekkert. Jú. Hildigunnur kemur á mánudaginn. Jibbíkóla..

a presto
Giovanna

Engin ummæli: