mánudagur, júlí 21, 2003

Halló halló, ég er mætt að nýju, góðir hálsar Snillingurinn hún Þórdís frænka hennar Hildigunnar kom í heimsókn og setti íslenska letrið í gang. Og ef að dagurinn í dag er ekki rétti dagurinn til að blogga hvar er hann þá. Ég ætla svosem ekki að rekja allt sem á daga mína hefur drifið, en það í býsna margt. Ég fer í skammtímaminnið og man þá að ég skrapp í Svínadalinn um helgina og naut gestrisni vina minna Gottu og Gæa. Þar lá maður í púrtvínspotti og borðaði lunda svo fátt eitt sé nefnt. Það var í einu orði sagt dásamlegt að slaka á þarna. Sólin skein endalaust að manni fannst. Guðmundur Þórir naut þess að sulla í vatninu, veiða fisk og síli og verða blautur og kaldur og koma svo í heita pottinn á eftir. Kom svo heim til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið og náði í Hildigunni sem var að selja kökur fyrir Hamrahlíðarkórinn en hún er að safna fyrir Filippseyjaferð. Það var antiklímax að mæta þar en við fengum okkur kvöldmat í Smáralindinni. Og reyndar fékk ég þennan fína þorsk. Nema hvað. Í dag hef ég setið heima og sorterað gamlar og nýjar nótur, sem er vinnan endalausa. Aðeins að laga og bæta og breyta. En vitiði hvað. Guðmundur er kominn heim og nú er mér ekki til setunnar boðið lengur.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: