fimmtudagur, september 11, 2003

Jæja, góðir hálsar þá er ég vöknuð og nefstíflan senn að bresta. Búin að versla í Bónus, og get tekið undir með Bekku að ég er ein af þeim sem held Bónusfeðgunum uppi. Ein af þeim sem sé þeim fyrir fæði og klæði og finnst þeir mættu að minnsta kosti fara að heilsa mér eða þakka mér fyrir eftir að ég versla hjá þeim amk. vikulega ef ekki þrisvar í viku. En nóg um það. Þetta er búin að vera rúmliggjandi vika. Sjónvarpsgláp og Sagan af Pí sem er frábær. Ekki spillir að Yann Martel höfundurinn er bæði sætur og sjarmerandi og það gefur sögunni pottþétt gildi. Horfði í gær á Six feet under sem er einn af uppáhaldssjónvarpsþáttunum mínum. Mæli með þeim. Annars er ég bara að fara að skella í pizzubotna fyrir kvöldið, áður en ég skrepp á kóræfingar dagsins. Hlakka til að hitta stelpurnar.
Viljiði brauðuppskriftina mína. Hún er frábær þó ég segi sjálf frá

Hálfur líter af volgu vatni
50 gr þurrger
set þetta í hrærivélina sem byrjar að hnoða
salt og slatti af ólifuolíu
Góður hnefi af haframjeli
slatti af hörfræjum og sólblóma og svona eitthvað sem er til
og svo hveiti þangað til deigið er einsog mjúkjur barnsrass
stundum set ég smá oregano ef ég er að búa til pizzu.


a presto

Giovanna

Engin ummæli: