mánudagur, september 08, 2003

Góðir hálsar! Nú er minn háls slæmur. Kem ekki upp orði í dag. Mæli með þessari:
Kjötsúpa
lambasneiðar
laukur
hvítlaukur
engifer
kanill
múskat
oregano
villijurtir
salt
pipar
og grænmetið var
gulrætur
tómatar
sveppir
paprika.

Og þetta var æðislegt. Gummi kláraði allt. Ég er sumsé slöpp og með hita, en það er alltílagi. Ég held ég meiki daginn á morgun.
Átti frábæra helgi fyrir vestan með stórfjölskyldunni. Enduðum í Láxárdalnum með sól í heiði. Hugsaði til ömmu á árum áður þegar hún var í moldarkofanum með afa og börnunum sex. Það var eitthvað svo frábært að koma með gamla manninum og múttu og bræðrunum og eiga eina rólega helgi þarna. Gistum svo í Haukadalnum í Stóra-Vatnshorni. Slógum upp veislu og borðin svignuðu af kræsingum. Che bella vita!

meira seinna

a presto
Giovanna


Engin ummæli: