miðvikudagur, september 10, 2003

og hvað haldiði nú góðir hálsar! Hún Hildigunnur þessi elska er komin heim frá Manilla. Kom í gærdag. Alsæl eftir þessa ævintýralegu ferð. Hún var gjörsamlega búin áðí stelpan, lagði sig í gærkveldi klukkan sex og svaf til 10 í morgun. Og nú er hún farin á sitt kaffihús. Einsog ekkert hefði í skorist. Lífið breytist stundum aldrei. Fyrsta Léttsveitaræfingin var í gær. Fyrsta stúlknakórsæfingin líka með fullt af sætum, nýum stelpum og eitthvað var fámennt í Kammerkórnum mínum. Einsog stelpurnar séu ekki alveg tilbúnar að koma úr fríi. Ég pæli í skemmtiefni fyrir veturinn og hausinn er, þrátt fyrir kvefið fullur af hugmyndum. Haustið er alltaf jafn skemmtilegur tími. Það er eitthvað svo rómó á þessum tíma ársins. Eina sem vantar er smá rómans! Missti annars af partíi ársins. Loksins þegar mér var boðið í vinkonur Alberts þá er ég bara veik og treysti mér ekki í partíið. Enda gjörsamlega búin áðí eftir að a) taka á móti Hildigunni b) elda veislumat b) hefja vetrarstarfið í Bústaðakirkju c) hefja vetrarstarfið hjá Léttsveitinni. Nei annars þetta var bara kvefið held ég. Það fór alveg með mig. Reyni að liggja heima og gera sem minnst. Taka vel á móti Flensu frænku. Mikið var hún frábær annars hún Anna Pálína í sjónvarpinu um daginn. Húrra fyrir henni! Skrapp aðeins með Gumma í píanótíma í dag. Best að æfa lögin hans sjálf og athuga hvort verði ekki einhver framför á eigin píanóleik.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: