miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Góðir hálsar og hálsakot, sofna með Vilju í eyrunum og vakna með hana í eyrunum á uppáhaldsrásinni minni sem er númer 1. Ég er bara búin að fá mér einn kaffibolla en fæ mér rétt á eftir bolla númer tvö. Í dag er svona vesensdagur. Ég verð ég að fara með bílinn í skoðun en það hefði ég betur gert á síðasta ári í október. Ég bara er ekki alveg inní svona bílamálum og fattaði það alls ekki fyrr og engin í kringum mig heldur. Engin!. Svo fór ég í ástandsskoðun þe. með bílinn í gær en hefði auðvitað átt að fara sjálf í ástandsskoðunina! Nei, það var ekki fyrr en ég var á einhverju bílaumboði að athuga hvers virði gamli grái væri að þetta kom í ljós! Nú,nú meðan ég var með bílinn í þessari skoðun hringdi einhver blaðakona í mig og spurði mig hvernig ég héldi ungdómsljómanum. Ég varð náttúrlega einsog kjáni og varð bara upp með mér og hélt að þetta væri eitthvað persónulegt og fór eitthvað að babbla um einkaþjálfara.... Hefði maður ekki heldur átt að nota tækifærið og mótmæla þessari eilífu æskudýrkun. Er ekki frábært að vera 47, eða 67 eða 87 og bara vera við góða heilsu og svona.

Jæja ég er ennþá í bullinu. Hefði þurft að sofa lengur. Fæ mér nokkra kaffi og segi

a presto

Giovanna

Engin ummæli: