föstudagur, janúar 20, 2006

æi ég nenni varla að blogga, en hvað skal gera, Byrjaði daginn hjá Nonna mínum Þorsteinssyni, og uppgötvaði nýjar söngvíddir. Það sem er gaman hjá drengnum. Fór þvínæst í kaffi til Freyju nú fomma eftir að hafa hitt hann Gilla, stjórnandi Löggukórsins. Aldrei að vita nema Löggurnar og Léttsveitin giggi fljótlega saman.... sem rifjar upp Grundafjarðartónleikana góðu um vorið góða, en þá höfðu Löggurnar og Léttsveitin óvart bókað sama tónleikadag í kirkjunni og lendingin var sameiginlegir tónleikar. Og ekki að sökum að spyrja, kirkjan var troðfull og erfitt að meta hverjir skemmtu sér betur áhorfendur eða söngvarnir. Eiríkur löggubassi mættur í leðurgallanum á hjólinu nú og svo á eftir grandíoso partí. Sem betur fer voru löggurnar sóttar fljótlega eftir miðnætti en við dömurnar áttum dásamlegt húsmæðraorlof þá helgina....nema hvað að við að sjálfsöðgðu til í gigg með löggunum. Ma si. En hvað ég vildi segja,já fór í kaffi hjá Freyju í Búlandinu, var þar ekki mætt Bimban sjálf, áttum gæðastund. Þá brunaði ég heim að kenna og þótt ég segi sjálf frá; gekk það bara bærilega, enda andinn að sönnu reiðubúinn eftir morgunstund með Nonna. Eftir hádegi keyrði ég einkason minn afmælisbarn morgundagsins, úr saxófóntíma í píanótíma og síðan er ég búin að baka nokkrar misheppnaðar kökur úr spelti, sem er ekki alveg að gera sig og svona.... þrífa svolítið, elda mat, hugsa, syngja og nú er ég alveg að detta í Toni Morrison mynd, bara til að ná mér í eina gæðastund í viðbót.Eða amk stund..þetta er drama dauðans held ég.. Gummi og Hilmar vinur hans kvarta undan snakkinu sem ég keypti og ég læt sem ég heyri það ekki. Hvernig í ósköpunum á maður að muna hvaða snakk þessir gaurar vilja...

a presto

Amma djó

Engin ummæli: