miðvikudagur, janúar 25, 2006

Tja hérna hér góðir hálsar,

Búinn fundur hjá framtíðarnefndinni, eða var þetta geisladiskanefndin. Amk. mjög skemmtileg og satt best að segja mjög flæðandi nefnd og nú er að sjá hvort það kemur ekki eitthvað út úr þessum fundi. Sátum bara nokkuð lengi og létum vaða á súðum. Svo er náttúrlega bara tímaspursmál hvernær við förum í framboðið. Eða framboðin. Dreifum okkur þá svolítið á flokkana og látum Léttsveitina syngja allsstaðar.

Annars frídagurinn góði á enda, tekinn með gönguferð um dalinn og alles.

Ein besta kjetsúpa sem ég hef lagað var löguð í ofnpottinum. Potturinn var fylltur af grænmeti, hvítlauk, engifer, chili, hvítkáli, selleríi og rauðkáli, já já allt grænmetið í ísskápnum, sætar kartöflur, laukur, púrra, hellt yfir rest af rauðu víni, rjómasletta á síðasta snúning og nokkrir kjetbitar á toppinn. Ein dós af tómötum oná. Látið dulla á 200 gráðum í góðan klukkutíma í ofninum. Nammi namm


A presto

Giovanna

Engin ummæli: