þriðjudagur, janúar 24, 2006

Þvílíkt lúxuslíf með makkann bara uppí sófa, nýkomin heim af síðustu kóræfingu kvöldsins. Ná sér aðeins niður eftir hjakkið með Léttunum. Bara gaman að æfa Egil Gunnars og Hróðmar. Amk hjá mér. 12345,123,12,1og2og3og4og5og. Endalaus talning.94 konur ætla með til Kúbu, dio mio og svo eru það allir hinir. Makar vinkonur, bæður og mágkonur. Full vél og 20 á biðlista sýnist mér á öllu. Maður verður að fara að rifja upp salsasveifluna. Mambóið og cha cha cha. Annars er að lesa skrýtna og skemmtilega bók sem heitir Dauðinn og Mörgæsin. Hún er ótrúlega hæg, hversdagsleg og fyndin, ein af þessum snilldarbókum Bjarts sem halda lestrarkunnáttu manns við.

Svo er það bara þetta sama. Fór í göngutúrinn í dag og borðaði svo hollan mat Er ekki búin að láta gera við bílinn minn, en það er senniega næsta stórverkefni hér hjá mér hér heima. Kannski geri ég það þegar ég er búín á foreldrafundinum á morgun. Einhver ósköp af giggum framundan sýnist mér... Ég hélt maður væri að fara að róast aðeins.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: