sunnudagur, desember 04, 2005

Jæja góðir hálsar, nú er maður bara hálftómur eftir tónleika gærdagsins. En svo er guði fyrir að þakka að það eru tónleikar eftir þennan tónleikadag. Ég var ósköp ánægð með Létturnar mínar. Fannst þær syngja hreinna og mýkra en oft áður. Svo fannst mér voða gaman að hafa Ragnheiði Gröndal og Hauk bróður hennar og þennan yndislega Eyjólf saxófónleikara. Gaf okkur annan blæ. Nú er að finna eitthvað rosalega skemmtilegt til að æfa fyrir stóra Kúbuvorið. Við fórum á Kringlukránna eftir tónleikana og jólasnjór var orðin jólabjór þarna seinna um kvöldið. Héldum aukatónleika fyrir írskan fyrirlesara sem mér skildist að hefði verið hér á landi í einn sólarhring til að halda fyrirlestur hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann átti ekki til aukatekið orð yfir írsku stemningunni á barnum. Svo færðum við okkur nokkrar á Vínbarinn og þar voru léttur. En ég var ósköp fegin að koma heim á Via Rossa og Gummi sem var hjá afa og ömmu í nótt kom svo eldsnemma að ná í saxófóninn sinn . Hann var að fara í messuna og fann hvergi nóturnar sínar og ekki ég heldur. Skrýtið hvernig hlutir geta gufað upp rétt sisvona. Jæja en. Nú er að setja sig í dívugírinn og fara að undirbúa þau lög. Tvennir tónleikar á laugardaginn með þeim í Laugardagshöllinni góðan dag. Mér fannst bara fínt að troðfylla Langholtskirkju tvisvar. Og ég held það sé uppselt á tónleika Kórs Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið næsta. Þar verður Diddú sérstakur gestur. Stundum skil ég ekki hvaðan allir þessir tónleikagestir koma.

Jæja ble ble og nú er að setja sig í lága drifið og reyna að hvíla sig líka fyrir næstu átök

a presto

Giovanna

Engin ummæli: