föstudagur, desember 09, 2005

Ég verð ekki söm eftir gærkveldið. Haldiði að ég hafi ekki bara setið beint fyrir framan Bryn Terfel á tónleikunum í gær. Á fjórðabekk númer 15. Það var einsog að vera á einkatónleikum.Enginn fyrir framan mig. Hann söng öll lögin bara beint til mín, og svona lög sem maður er búin að vera að syngja og láta aðra syngja í gegnum tíðina. Oh... Danny Boy, Shenandoh svo var Granada og og úr Carmen. Torreador regarde... ji minn. Ef maður var ekki Carmen í gær hver var maður þá.Hvílík augu og þvílík RÖDD. Og svo heilsaði ég meiraðsegja uppá manninn. Ég ætla sko ekki að þvo mér í dag..Not.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: