mánudagur, október 17, 2005

Hæ, góðir Fremri-hálsar og aðrir hálsar...
Ég er náttúrlega svo fruntalega léleg í ættfræði að ég mundi ekki hvaða háls þetta var í Kjósinni.. Nema hvað. Líður ótrúlega vel og er bara nokkuð óþreytt, eftir æfingabúðahelgi að Skógum, þótt ég hafi geispað svolítið oft í gærkveldi. Ég var svolítið að monta mig með hina nýju tækni ættaða frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en þar hef ég hafið nám í kórstjórn og hafiði það; enda ekki seinna að vænna eftir öll þessi ár sem kórstjóri... Og ekki einungis fæ ég tíma í að stjórna heldur er hinn skemmtilegi og frábæri Jón Þorsteinsson að taka minn söng í gegn. Og ég sem er nýgengin í söngkennarafélagið, fís, en ætti náttúrulega frekar að fara í nemendafélagið. En málið er að það er svo gaman að setjast aftur á skólabekk að mér líður einsog nýslegnum túskildingi þessa dagana. Og svona. Annars er hið eina sanna ömmulíf að byrja núna, blogga á meðan ég bíð eftir að fá að passa Ástu, því mamma hennar er á leið í söngtíma. Fékk að passa hana í einn og hálfan tíma í gær, hún var einsog hugur manns. Brosti bara og svaf þess á milli.Algjört krútt.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: