föstudagur, febrúar 20, 2004

Góðir hálsar og hálsakot, Ég er alls ekki að standa mig. Ég veit það. En þið vitið það er enginn fullkominn ekki einu sinni kóngurinn. Ég var að prófa háhælaða skó áðan, en ég held ég verði bara að vera á sléttbotnum enn einu sinni. Kannski endar þetta bara á að verða minn stíll. En ég meina ég verð að vera búin að ná hælum fyrir Ítalíuferðina í sumar. Annars er það helst að frétta að ég þarf að skreppa í helgarferð til Veróna að hitta karlakórinn þar. Vonandi hitti ég synina líka, því hann er aldraður kórinn það má guð vita. En þetta er svona æ þið vitið business trip. Aðeins að skreppa og kanna aðstæður. Leggst eitthvað voða vel í mig, jafnvel þótt ég verði á flatbotna skóm. Annars bara kveðja frá mér og svo er ég að skreppa í búðir því dagurinn í dag er endalausir fundir og ég legg ekki meira á ykkur


a presto

(já og ég lofa að vera duglegri að skrifa)


Giovanna Rossa

Engin ummæli: