mánudagur, ágúst 09, 2004

Jæja hálsakotin mín, alltaf verið að blogga hér. Ég fór á gay pride á laugardaginn með Gumma og fylltist mikilli gleði yfir að sjá hvað það voru margir í göngunni. Hélt geggjað matarboð eftir að ég var búin að hlusta á Hiddu rokk og Kiddu rokk spila í Homoz with tha Homiez. Fannst einhvern veginn að mín stórfjölskylda væri búin að yfirtaka gaypride-ið. Tómas Þórðarson frændi okkar var að syngja og Maríus finnst mér vera í stórfjölskyldunni líka. Maríus var æði náttúrlega. Hann er svo sætur og flottur drengur. Og syngur brjálæðislega vel. Tómas var góður líka. En langbestar auðvitað Kidda, Hidda og hinar...( eða hverjum þykir ekki sinn fugl fagur?) Bara fjör. Ég var í eldhússtuði á föstudagskvöldinu og var búin að búa til indverska neglukássu og baka marens og fleira. Held það hafi aldrei fyrr setið 15 manns við borðið okkar. Þröngt mega sáttir sitja. Partíið lognaðist útaf klukkan fjegur um nóttina. Ég er eiginlega ennþá í stuði. Búin að ganga minn hring í dalnum og skrifa fyrir Albert. Hver er Albert eru allir að spyrja. Ég segi nú vitiði ekki hver Albert er?


a presto

Giovanna

Engin ummæli: