föstudagur, desember 17, 2004

Góðan daginn góðir hálsar

Ég verð hreinlega að viðurkenna, að ég nenni ekki að hafa neitt ofboðslega mikið fyrir þessum jólum! Skiljiði! Það verða bara svona mini-jól. Svo koma jólin alltaf sama hvað á dynur. Tja, maður er náttúrlega búin að baka Sörurnar. Já og í gærkveldinu betrumbættum við Helga uppskriftina hans Jóa Fel. Málið er, að hann setur allt of mikið af möndlum í Sörurnar drengurinn. Hann er með 4eggjahvítur og 260 gr möndlur. En í gær kom hönd Guðs og hellti niður möndlunum þannig að við höfum verið með svona rúmlega 100 gr eftir og þá urðu Sörurnar bæði huggulegri í laginu og lyftust betur. Svolítið mikið mál að hjúpa þessar elskur...Já undirbúningur jólanna segi ég. Maður þarf að baka jólabrauðið. Það er einhver kardimommujólabrauðsuppskrift úr dönsku blaði sem ég á. Það er alveg nauðsynlegt! Já svo fer ég bara í eina bókabúð á Þorláksmessu og kaupi bækur og cd fyrir liðið. Mjög pent og ekki flókið. Kannski kaupir maður einhverjar flíkur svona handa börnunum. Bara fljótlega. Undirbúningur jólanna hjá mér felst kannski frekar aðallega meira í að hlaupa milli jólagiggana og syngja Heims um ból og öll hin jóalögin. Í gær var ég t.d. á Grund með drengjakórnum og í fyrradag á Landspítalanum og á Borgarspítalanum með Léttunum. Stelpurnar mínar sungu í kirkjunni í gær og við Signý vorum að syngja fyrir gamla fólkið þar líka. Svo verður maður náttúrlega að fara í jólagufu og fá ég jólakaffi á morgnana og kveikja á kertinu og svona. Það er ég einmitt að fara að gera. Bara að hugga sig smá...

a presto

Giovanna

Engin ummæli: