miðvikudagur, desember 15, 2004

halló hálsarnir mínir og hálsakot!

Bara heitt inni og mikið búin að baka. Farinn að taka þessi líka ótrúlega tíðu svitaköst. Allt í einu verð ég að vippa mér úr peysu og næstu stundina er mér ofboðslega kalt. Djísös, þetta er þó ekki miðaldraveikin! Ég var einhvern veginn alveg viss um að ég myndi sleppa við hana. Ókei. Ég er þá byrjuð, þá er það vandamál úr sögunni. Nú nú en.Varð náttúrlega að prófa að baka þessar Sörur sem allir eru að baka. Ég vil líka. Helga Har átti uppástunguna og hér í eldhúsinu á leið í köldu geymsluna, er hellingur af góðum Sörum, eini hængurinn er sá að þær urðu vægast sagt afar ólögulegar í laginu. Einsog við vönduðum okkur urðu þær allt of stórar einhvern veginn. Við tókum á það ráð að skera þær í tvennt og hér verða Söruhálfmánar hjúpaðir á morgun.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: