sunnudagur, maí 02, 2004

Góðu hálsar og hálskot, þá er maður pínu þreyttur og lúin eftir helgina, en samt sæll í hjarta. Það er alltaf eitthvað ákveðið kikk að vera búin að æfa heilan dag frá tíu til sex og fara þá og skemmta sér og þó maður syngi þá frá átta til þrjú er einhvern veginn einsog maður hafi aldrei gert neitt annað. Nema hvað fór ég í mínar fyrstu æfingabúðir með drengjakórnum, en í honum eru sirka fimmtán drengir á aldrinum 15-20 (plús eða mínus). Við hófum samæfingu svona uppúr tíu og það verður hreinlega að segjast einsog er það var toppurinn að byrja snemma og eiga allan daginn fyrir sér í ró og næði og bara verið að syngja og engin að flýta sér heim. Síðan voru séræfingar hjá tenórum og bössum og á meðan menn voru ekki á æfingu var þeim fyrirskipað að slaka á eða fara í göngutúra. (Sem flestir hlýddu nú ..) Þá var loka samsöngur og drengjunum haldið á æfingu alveg til sex, en þá mátti líka slaka á. Matur var framreiddur um átta leytið. Ég hélt ég væri búin áðí algjörlega þarna uppúr sex, en einhvern veginn tókst mér að endurnærast með smá lúr og sturtu. Við vorum á miljarðahóteli á Selfoss og þar gekk maður á glæsiflísum frá Ítalíu allan daginn með ítlaskar mublur í herbergjum og svona...og það eina sem minnti mann á að maður var á Íslandi var rokið þegar maður skrapp út af hótelinu í pásum. jú og kaffið náttúrlega, en nema hvað þá upphófst þessi sanna söngskemmtun sem ég þekki svo vel í gegnum Létturnar. Þegar búið er að syngja allan daginn hvað gerir maður þá. Auðvitað syngur maður allt kvöldið og alla nóttina líka. Mér tókst að koma mér í svefn einhvern tíma uppúr tvö eða var það þrjú en mikið er maður þægilega þreyttur eftir svona vellukkaðar ferðir..

meira seinna

A presto

Givoanna Rossa

Engin ummæli: