mánudagur, maí 24, 2004

Halló allir mjúkir hálsar og hálsakot, ég lifði af Eyjaferðina. Annsi mikið um sjóveiki á leiðinni út (fjórir sem ældu ekki), en ég og börnin skemmtum okkur laglega í Eyjum. Þær eru eitthvað svo hrífandi. Gistum á Hamri sem var frábært hótel (miðað við verð...) Lúðrasveitin spilaði ljómandi í Barnaskólanum í Eyjum. Svo fórum við í ógleymanlega ferð í kringum Vestmannaeyjar. Það gaf aldeilis á bátinn og litlu peyjarnir hlógu á meðan við gamlingjarnir héldum okkur fast. En nú er bara talið niður í Ítalíu...

a prestissimo

Giovanna Rossa

Engin ummæli: