föstudagur, ágúst 05, 2005

nei nei, bara aðeins smá lína núna, góðir hálsar. Búin að syngja í einni för í dag voða sæt lög, ég er þreyttur og svona eitthvað kúttaraleg sveitarómantík. Guðmundur bróðir og pabbi komu og skelltu fyrir mig einni heilli rúðu í brotna gluggann. Drifu þetta upp með þessum líka krafti drengirnir.. Rúðan var búin að vera brotin ansi lengi. Spá í að hafa ítalskt boð á morgun fyrir elsku bræður mína og mágkonur. Gott fyrir sálina að hafa haustfagnað áður en allt heila klabbið byrjar. Ætla líka að sýna þeim stólana sem ég keypti mér. Keypti mér nefnilega dálitla hamingju í Húsgagnahöllinni. Svona tvo forseta-stóla. Eða öllu heldur áramótastóla. Ég held að Vigdís hafi alltaf flutt áramótaræðuna í svona stól. Annars var ég að drífa mig í búðina fyrir lokun og svo fer ég í matarboð til Kötlu í kvöld.

á ég ekki gott.

a presto
Giovanna


Giovanna

Engin ummæli: