miðvikudagur, janúar 11, 2006

Þessa síðustu daga, get ég bara alveg hugsað mér að liggja uppí rúmi. Gera sem minnst kannski sofa í mesta falli. Lesa bækur og jæja, förum ekkert nánar útí það. Nema hvað. Vaknaði eldsnemma og ekki til kaffi til að koma sér framúr.Góð ráð dýr. Gerði hafragraut sem var náttúrlega hrein snilld og kom Gumma í skólann. Við erum alltaf á síðustu mínútu og hann er ekki ennþá farinn að ganga í skólann eftir jól. Fór svo í hóptíma í Tónskóla Þjóðkirkjunnar til Jóns Þorsteinssonar sem kenndi okkur hina frábæru þulu da-me-ní-pó-tú-la-be..og ég get ekki beðið eftir því að nota nokkur trikk sem hann kenndi okkur á raddæfingu hjá fyrsta sópran á fimmtudaginn. Ég get ekki lýst því með orðum hvað það er gott að fá nýjar hugmyndir til að spreða á kóræfingum. Það sem þetta endurnýjar mann. En þrátt fyrir skólann þá á ég ósköp eitthvað erfitt með að gera þetta æ þið vitið sem maður þarf alltaf að gera. Ganga frá, setja í vélarnar, þrífa klósettin, taka gluggana, skúra, pússa af, stekkja dúkana. Ég er meira fyrir að elda mat, baka brauð og kjafta, syngja, lesa, og spá og fá hugmyndir ... vantar vinnukonu. Það er kannski málið. Þetta er alveg satt sem Hlín vinkona mín sagði um árið, maður þarf að fá sér konu frekar en mann!

a presto

Giovanna

Engin ummæli: