fimmtudagur, janúar 12, 2006

Jæja góðir hálsar, vaknaði í fyrsta sinn í morgun nokkuð útsofin. Kannski var það bara að hér var loksins til kaffi og það ekta expresso. Ég held ég geti aldrei hætt að drekka þann töfradrykk. Hingað komu í gær Blúsbræðurnir, vinir mínir sætu og góðu, úr kór MH. Það er svo gaman af svona tradisjónum, þeir koma einu sinni á ári, alltaf í janúar fyrir aðalfund Blúsbandsins og syngja fyrir mig lögin sín. Ég fæ svona einkatónleika og má gefa komment á sönginn. Þeir eru fjórir og stundum fæ ég að spreyta mig á að stjórna þeim, en það get ég sagt ykkur í fullum trúnaði að það er auðveldara að stjórna 130 konum en þessum fjórum sætu drengjum.Þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á túlkun laganna. En ég hef samt alltaf jafn gaman af að standa fyrir framan þá og slá taktinn. Repertoire listinn þeirra inniheldur; Logn og blíða sumar sól, Við viljum harðfisk og Käraste bróder.

Guðmundur sonur minn sæti, setti mig í tröllapróf í gær, en ég vildi meina að ég væri partýtröll, en nb. hann svaraði öllum spurningunum...svona er lífið hér á þessu heimili. Hann ræður öllu. Og mér er alveg sama. Maður verður svo umburðarlyndur með árunum.

Ég var í sjokki í gær yfir fréttaflutningi Dagblaðsins og sendi í bræði minni ákorun um að skrifa undir undirskriftasöfnun þar að lútandi. Mér finnst svona myndbirtingar afar vafasamar, hvort sem menn eru sekir eða saklausir. Verst að það þurfi svona alvarlega atburði til að svona fréttaflutningur fái einhverja umfjöllun. Horfði á lok Kastljóss í dagskrárlok og fannst samt eitthvað þreytandi við fréttamennsku stílinn hjá þeim sem óneitanlega var í anda Dagsblaðsins. Allir voða reiðir og létu þung orð falla. Blaðamennirnir voða æstir að reyna að fá viðmælendur til að segja eitthvað krassandi, sem tókst náttúrlega.



a presto

Giovanna

Engin ummæli: